Opið bréf til bæjarstjórnar Ölfuss

haukur_vidtal01

Kæra bæjarstjórn,
Fyrir ekki svo löngu óskaði undirritaður eftir afnotum af Versölum (veislusölum í Ráðhúsinu) til að halda dansleik á nýársnótt.

Mér var neitað um afnota af húsnæðinu vegna þess að árið 2012 voru settar reglur um útleigu sem koma í veg fyrir að húsið sé leigt á nýársnótt, en á þeim tíma tók sveitarfélagið við rekstri hússins eftir að hafa verið í rekstri einstaklinga í nokkurn tíma þar á undan.

Gunnsteinn R. Ómarsson, bæjarstjóri hafði þetta að segja: „Eftir þessum reglum hafa húsvörður og markaðs- og menningarfulltrúi starfað og að því er mér skilst neitað nokkuð mörgum um aðgengi að húsinu á nýársnótt. Það er því ljóst að húsið verður ekki leigt út um áramótin komandi. “

Í ljósi upplýsinga um þær reglur sem gilda fyrir samkomuhús íbúa sveitarfélagsins óska ég eftir því að bæjarstjórn endurskoði reglurnar fyrir jól með von um að hægt verði að halda nýársball í því samkomuhúsi sem við íbúarnir eigum.

Haukur Andri Grímsson