Félagar í Lionsklúbbi Þorlákshafnar, ásamt velunnurum klúbbsins, hafa undanfarna áratugi verið sérlegir aðstoðarmenn jólasveinanna en nú verður breyting á því.
„Okkur er sönn ánægja að tilkynna að björgunarsveitin okkar, Slysavarnadeildin Mannbjörg, mun taka við keflinu. Það er von okkar Lionsfélaganna að bæjarbúar taki þessum breytingum vel enda gott málefni að styrkja og síðast en ekki síst verðum við gera allt til þess að jólasveinarnir komist til barnanna. Nýja heimili aðstoðarmanna jólasveinanna verður framvegis í björgunarskýlinu að Hafnarskeiði,“ segja Lionsmenn sem hafa verið frábærir aðstoðarmenn jólasveinanna síðustu 40 ár í Þorlákshöfn.
„Við félagar í Lionsklúbbi Þorlákshafnar þökkum kærlega fyrir stuðninginn á síðustu 40 árum og óskum ykkur öllum gleðilegra jóla.“