Græni drekinn besti stuðningsmaður fyrri hluta Domino´s deildar

drekinn_01Græni drekinn, stuðningsmannasveit Þórs í körfubolta, hlaut verðlaun fyrir bestu stuðningsmenn fyrri hluta tímabilsins í Domino’s deildinni. Þetta var kunngjört í Körfuboltakvöldi á Stöð 2 sport á föstudaginn.

Mikil endurnýjun hefur átt sér stað í Græna drekanum en ný kynslóð dreka er komin í hópinn ásamt gamalreyndum kempum sem hafa verið frá upphafi.

Strákarnir eru vel að þessum verðlaunum komnir og er bara vonandi að þeir haldi áfram á sömu braut og jafnvel enn öflugri á nýju ári.