Jólabíó fyrir börn á öllum aldri á bókasafninu í dag

Niko2Bókasafnið býður upp á bíósýningu á bókasafninu, mánudaginn 21. desember klukkan 16:00.

Myndin sem sýnd verður, er fyrsta myndin um Niko, sætt lítið hreindýr sem lendir í allskonar ævintýrum.Niko, hreindýrið

Myndin er í fullri lengd (80 mínútur) og hentar börnum á öllum aldri þar sem hún er með íslensku tali og flestir ættu að geta notið þessa ljúfmetis, líka fullorðin börn.

Verið velkomin á bókasafnið.