Sumarlestri bókasafnsins þetta árið lýkur næstkomandi mánudag, 19. ágúst með skemmtilegri dagskrá á bókasafninu. Allir krakkar, líka þeir sem ekki tóku þátt í sumarlestrinum, eru velkominn á viðburðinn sem kostar ekki neitt. Þetta kemur fram á heimasíðu Ölfuss.
Dagskráin hefst klukkan 11:00. Allir sem þátt tóku í sumarlestrinum fá viðurkenningu og sérstök verðlaun verða veitt þeim sem lásu flestar bækurnar eða flestar blaðsíðurnar í sínum árgangi. Þá verður dregið úr miðum barnanna og heppnir krakkar fá verðlaun.
Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur mætir á bókasafnið og les fyrir krakkana upp úr einhverjum af sínu fjömörgu bókum sem hann hefur skrifað fyrir börn og unglinga og að lokum verður barnadeild safnsins skreytt með tré, myndað úr öllum miðum barnanna sem þau hafa fyllt út undanfarið með tiltum bókanna sem þau hafa lesið.
Það er Hrönn Sigurðardóttir, sumarstarfsmaður bókasafnsins sem haldið hefur utanum sumarlesturinn og mun hún stjórna dagskránni.