Skólasetning Grunnskólans í Þorlákshöfn

grunnskólinnÞá er komið að þeim árstíma að skólar landsins fara að vakna af sumardvala og er Grunnskólinn í Þorlákshöfn þar engin undantekning.

Á morgun, 20. ágúst, verður skólasetning haldin í sal Grunnskólans í Þorlákshöfn. 6.-10. bekkur á að mæta klukkan tíu og 1.-5. bekkur á að mæta klukkan ellefu.

Eftir setningu munu kennarar afhenda börnum innkaupalista og stundaskrár.