Ný leið Strætó milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur

streato_thorlakshofnÁkveðið hefur verið að hefja akstur Strætó á milli Þorlákshafnar og Reykjavíkur.  Aksturinn hefst þann 26. ágúst næstkomandi og mun leiðin vera númer 53.

Ekið verður kvölds og morgna á virkum dögum frá Þorlákshöfn kl. 6.33 og 17.20 og frá Reykjavík kl. 5.43 og 16.30.

Þetta er því mikil gleðitíðindi fyrir Þorlákshafnarbúa en með þessum akstri skapast möguleiki fyrir námsmenn sem sækja nám til Reykjavíkur að búa áfram á heimaslóðum og eins fyrir þá sem sækja vinnu hvort sem er á höfuðborgarsvæðinu eða í Þorlákshöfn.