Minningarmótið um Gunnar Jón

gunnar_jonHið árlega minningarmót um Gunnar Jón Guðmundsson verður haldið á Þorláksvelli næstkomandi sunnudag þann 25. ágúst og hefst mótið klukkan 9:00.

Leikið verður eftir svokölluðu Texas Scramble fyrirkomulagi en þá leika tveir leikmenn saman í liði. Leikurinn fer þannig fram að báðir leikmenn slá af teig og velja síðan betra teighöggið. Því næst slá báðir af þeim stað og velja svo aftur betra höggið. Þannig gengur leikurinn þar til einn bolti er kominn í holuna.

Öllum er heimil þáttaka í mótinu og er hámarks leikforgjöf 36.0. Spilað verður með samanlagðri vallarforgjöf leikmanna og hún deild með 5.

Glæsilegir vinningar verða í boði fyrir fyrstu 3 sætin. Nándarverðlaun á par 3 brautum og verðlaun fyrir lengsta teighöggið á 17. braut. Grillað verður síðan ofan í svanga mótsgesti að móti loknu.