Golfklúbbur Þorlákshafnar hélt velli í 4.deild

Garðar og golf águst 2013 057Sveitakeppni Golfsambands Íslands var haldin víðsvegar um landið um síðastliðna helgi.

Leikið er í fimm deildum og lék Golfklúbbur Þorlákshafnar í 4.deild, sem leikin var á Sauðárkróki.

Það voru sveitir frá átta golfklúbbum sem léku í 4.deild og endaði GÞ í 6.sæti og naumlega sluppu við að falla niður um deild, en tvær sveitir falla um deild.

Þeir sem skipuðu sveit GÞ voru Hólmar Víðir Gunnarsson, Ingvar Jónsson, Óskar Logi Sigurðsson, Óskar Gíslason, Sigurbjörn Grétar Ragnarsson og Svanur Jónsson.

Það er því ljóst að GÞ mun leika aftur í 4.deild að ári liðnu.