Í tilefni af Sjómannadeginum verður fjölbreytt dagskrá í Þorlákshöfn og það jafnvel þótt Hafnardagar hafi verið fluttir og séu ekki fyrr en í ágúst. Sjómannadagurinn verður ekki af okkur tekinn og eru margir koma að því að búa til skemmtilega viðburði í aðrdraganda hátíðar sjómanna.
Dagskrá Sjómannadagshelgina 2016
Fimmtudagur 2. júní
18:00 „Þorp verður til“
Ný sýning í Galleríi undir stiganum. Á henni má lesa viðtöl við frumbyggja, þætti úr bók Björns Pálssonar um Sögu Þorlákshafnar, ljósmyndir og skoða muni byggðasafnsins sem tengjast frumbyggjaárunum í Þorlákshöfn
20:00 Tónar og trix setja tóninn fyrir Sjómannadagshelgina
Sungið verður um minningar sem lifa og auðvitað sjómannslífið
Föstudagur 3. júní
10:30 Útiljósmyndasýning opnuð
Bryndísar Víglundsdóttur mun opna formlega útiljósmyndasýningu við Selvogsbraut. Börn úr leikskólanum Bergheimum syngja nokkur lög.
23:00-03:00 Svarti sauðurinn verður með opinn bar
Laugardagurinn 4. júní
09:00-16:00 Café Sól
Ýmis Sjómannadagstilboð í gangi og nýjungar. Nöfn þeirra sem versla á laugardeginum fara í pott og verður nafn sigurvegara dregið út að kvöldi þess dags og hlýtur hann í verðlaun veglega veislu af bakkelsi.
11:00-17:00 Hendur í Höfn
Hendur í höfn óska sjómönnum öllum til hamingju með daginn. Þökkum þeim það að hafa fært okkur björg í bú oft við erfið og hættuleg skilyrði. Í tilefni Sjómannadagsins munu allar sjómannsfjölskyldur fara í pott um helgina og dregið verður í lok sjómannadags og hlýtur viðkomandi listmun í verðlaun.
11:00 Kvennahlaup ÍSÍ.
Frjálsíþróttadeild Þórs heldur utan um viðburðinn en hlaupið verður frá Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn.
12:30 Humarpullusala körfunnar
Hin árlega humarpullusala körfuknattleiksdeildar Þórs verður á bryggjunni á laugardaginn frá kl. 12:30. Einnig seldur frystur humar í skel.
13:00 Skemmtisigling
Útvegsmannafélagið í Þorlákshöfn býður upp á skemmtisigling. Lagt af stað frá Svartaskersbryggju.
13:30 Dagskrá á bryggjunni
Björgunarsveitin stjórnar hefðbundinni dagskrá við Herjólfsbryggju: Kappróður, karahlaup (unglingar 2005 og eldri), koddaslagur (unglingar 2001 og eldri), kassaklifur, hoppukastalar, andlitsmálun, airbrush tatto og fleira. Skráning í kappróður í síma 661 2316 eða um netfangið karadottir1@gmail.com
20:00 Sjómannaskemmtun Ægis
Knattspyrnufélagið Ægir efnir til Sjómannaskemmtunar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss. Forsala miða fer fram 2. júní frá kl. 18:00-19:00 í Ráðhúsinu eða í síma 898-3285.
Sunnudagur 5.júní
09:00-14:00 Café Sól verður með opið og býður upp á sérstök Sjómannadagstilboð
11:00-17:00 Hendur í Höfn
Hendur í höfn óska sjómönnum öllum til hamingju með daginn. Þökkum þeim það að hafa fært okkur björg í bú oft við erfið og hættuleg skilyrði. Í tilefni Sjómannadagsins munu allar sjómannsfjölskyldur fara í pott um helgina og verður dregið í lok sjómannadags og hlýtur viðkomandi listmun í verðlaun.
13:00 Vatnsrennibraut og bubbleboltar
Björgunarsveitin mun bjóða upp á bubblebolta og vatnsrennibraut við skólann (ef veður leyfir).
13:30 Sjómannadagsmessa í Þorlákskirkju
15:00 Kaffihlaðborð á vegum Björgunarsveitarinnar í Versölum, Ráðhúsi Ölfuss
Íbúar og nærsveitungar eru hvattir til að njóta helgarinnar í sjávarplássinu Þorlákshöfn, þar sem einnig er að finna gott tjaldstæði og glæsilega íþrótta- og sundaðstöðu.
Meitillinn er með opið til 23:00 föstudag og laugardag.
*Allar ábendingar um fleiri viðburði eru vel þegnar og verða birtar hér.