Kynningarátak kynnt á íbúafundi

ráðhúsiðLíkt og margir vita nú þegar hefur Sveitarfélagið Ölfus ásamt auglýsingastofunni Hvíta húsinu, unnið að undirbúningi kynningarátaks fyrir sveitarfélagið. Verkefnið hófst með því að starfsmenn hjá Hvíta húsinu kynntu sér stöðu og sögulegan bakgrunn sveitarfélagsins og unnu með sjálfboðaliðum í rýnihópum. Ennfremur hafa nokkrir íbúar verið teknir í viðtöl og unnið hefur verið að endurmörkun merkis sveitarfélagsins og ýmsum útfærslum á því.

Staða verkefnisins, breytt merki sveitarfélagsins og næstu skref þessa verkefnis verða kynnt fyrir íbúum á kynningarfundi mánudaginn 6. júní kl. 18:00 í Versölum, menningarsal ráðhússins.

Allir eru velkomnir á fundinn þar sem aðilar frá Hvíta húsinu og fulltrúar og starfsmenn sveitarfélagsins kynna verkefnið