Ölfus í 10. sæti í sundkeppni sveitarfélaga

sundlaug_olfus-1Sveitarfélagið Ölfus lenti í 10. sæti í sundkeppni sveitarfélaga sem haldin var í tilefni af Hreyfiviku UMFÍ. Samanlagt syntu íbúar 95 metra á hvern íbúa eða samtals um 124 km. Sigurvegarar í keppninni í ár var Rangárþing ytra en þar syntu íbúar um 487 metra á hvern íbúa.

Alls tók 31 sveitarfélag þátt í keppninni og nánari upplýsingar um úrslit má nálgast á heimasíðu UMFÍ.