Party Ægir (4)Í gær stóð barna- og unglingaráð Ægis fyrir frábæru partýi í Íþróttamiðstöð Þorlákshafnar.

Þar voru allir flokkar félagsins kynntir, iðkendur fengu bolta að gjöf, ný foreldrapeysa var frumsýnd, Gunnleifur Gunnleifsson markmaður Breiðabliks og Eva Lind Elíasdóttir voru með erindi um reynslu sína í boltanum og margt fleira.

Benedikt Guðmundsson sá um að vera kynnir kvöldsins og skemmtu allir sér vel eins og sjá má á myndunum með þessari frétt og er þetta án efa viðburður sem er kominn til að vera.