Hollvinafélag stofnað til uppbyggingar öldrunarmála

tonarogtrix-20Á tónleikum Tóna og Trix síðastliðinn laugardag var sett á fót hollvinafélag sem hefur það að markmiði að berjast fyrir uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Þorlákshöfn.

Tónleikagestum gafst tækifæri á að skrá sig í félagið og þar með tekið þátt í  baráttunni gegn hreppaflutningum eldri borgara úr bæjarfélaginu.

Félag eldri borgara í Þorlákshöfn voru fyrst til að leggja sitt af mörkum og gáfu 250 þúsund krónur til félagsins.

Þriðjudaginn 11. júní verður formlegur stofnfundur félagsins kl. 17.30 í Ráðhúsi Ölfuss. „Ég hvet alla til að fjölmenna á stofnfundinn í Ráðhúsinu“ sagði Ása Berglind stjórnandi Tóna og trix í samtali við Hafnarfréttir.is.

Eftir fundinn verða birtar nánari upplýsingar um hlutverk og markmið félagsins á facebook síðu hollvinafélagsins.