Jónas Sig á tónlistarhátíð á Drangsnesi

jonas_drangsnes01Þann 15. júní næstkomandi verður haldin tónlistarhátíðin Sumarhöllin í samkomuhúsinu Baldri á Drangsnesi en þar mun okkar maður Jónas Sigurðsson troða upp.

Á Drangsnesi búa einungis um 70 manns og hefur þorpið verið kallað minnsta sjávarþorp í heimi.

Jónas mun troða upp með tónlistarmanninum Borko. Meðal þeirra sem koma fram á hátíðinni auk þeirra eru hljómsveitirnar Valdimar, Nolo, Ojba Rata og Björn Kristjánsson sem einnig skipuleggur hátíðina.