lestur01Bæjarbókasafn Ölfuss býður öllum börnum á grunnskólaaldri að taka þátt í sumarlestri eins og undanfarin ár. Allir geta tekið þátt  og það eina sem þarf að gera er að fá bók á bókasafninu. Að lestri loknum, þegar bókinni er skilað fær þátttakandi sérstakan miða til að fylla út og setja í lukkukassa. Hægt er að lesa eins margar bækur og hentar hverjum og einum.

Síðasta dag sumarlestursins, um miðjan ágúst, verður dregið úr lukkukassanum. Þrír heppnir krakkar fá verðlaun auk þess sem veitt verða verðlaun fyrir lestrarárangur í hverjum árgangi. Að sjálfsögðu fá svo allir krakkarnir viðurkenningarskjal þar sem árangur sumarsins kemur fram.

Sumarlesturinn er mjög hjálplegur fyrir krakka sem eru að byrja að læra að lesa og hjálpar þeim að viðhalda kunnáttu sem þau hafa nú, yfir sumarmánuðina og þar til skóli hefst að nýju. Því hvetjum við alla krakka til að taka þátt og óskum ykkur gleðilegs lestrarsumars.