48 milljónir bætast við fjárhagsáætlun á nýjum leikskóla

bergheimar01Á fundi bæjarráðs Ölfuss var samþykkt samhljóða tilboð Grásteins ehf. uppá 47.915.310 kr. í fullnaðarfrágang á lóð og bílastæði við leikskólann Bergheima.

Ekki hafði verið áætlað vegna frágangs á lóð við leikskólann á tímabilinu. Fjárhagsátlun vegna nýs leikskóla hljóðaði í heildina uppá 195 milljónir króna en við það bætist nú frágangur á lóð og bílastæði sem eins og fyrr segir er um 48 miljónir króna. Ný áætlun gerir þá ráð fyrir heildarfjárfestingu uppá rúmlega 240 milljónir króna.

Viðauki þessi verður fjármagnaður með veltufé og er ekki gert ráð fyrir utanaðkomandi fjármögnun vegna framkvæmdarinnar árið 2013.