Ægir fær Hött heimsókn

Knattspyrnufélagið ÆgirÍ dag, laugardag, fer fram leikur Ægis og Hattar í 2. deildinni í fótbolta. Leikið verður á Þorlákshafnarvelli og byrjar leikurinn klukkan 14:00.

Lið Hattar frá Egilsstöðum situr á botni deildarinnar og munu væntanlega mæta af miklum krafti þar sem þeim þyrstir mikið í stig.

Ægismenn eru í tíunda sæti og þurfa nauðsynlega á sigri að halda til að koma sér frá botnsætunum.

Hvetjum Þorlákshafnarbúa að fjölmenna á leikinn því stuðningurinn skiptir máli.