Fréttatilkynning frá Brunavörnum Árnessýslu

brunavarnirÁgæti lesandi fréttabréfsins, okkur langar að nota tækifærið hér á þessum vettvangi til að tilkynna breytingar sem verða á eftirliti slökkvitækja og reykskynjara í íbúðarhúsnæði í dreifbýlinu.

Breytingar þessar munu taka gildi frá og með n.k. áramótum.

Nánari upplýsingar koma í dreifibréfi sem sent verður inná öll heimili.

Eins má sjá upplýsingar á heimasíðu BÁ, WWW.babubabu.is eða hafa samband við okkur í síma 4-800-900

Breytt fyrirkomulag:

Lögð verður áhersla á  eigið eftirlit, þ.e.a.s. eigendur mannvirkja huga meir en verið hefur að eigin eftirliti.

  • Dregið verður  úr ferðum á hvern bæ
  • Eigendur slökkvitækja eru beðnir (hvattir) til að koma með slökkvitækin sín á þjónustustöð slökkvitækja, SÞS, í slökkvistöðina við Árveg 1 Selfossi
  • Í þjónustustöð fá húseigendur skiptitæki og rafhlöður
  • Fylgst verður með eftirlitinu og haft persónulegt samband við þá sem þurfa aðstoð við verkefnið.

Við gerum okkur grein fyrir að þessi breyting á fyrirkomulagi getur reynst harkaleg þar sem fasteignaeigendur hafa fengið heimsókn ár hvert varðandi brunavarnaþáttinn.

Þessi breyting reynist okkur nauðsynleg þar sem allt rekstarumhverfi hefur tekið breytingum. Besta forvörnin er að við sjálf hugum að eigin eftirliti, á þeim nótum höfum við unnið saman og  munum gera það áfram.

 

Með kveðju frá Brunavörnum Árnessýslu