Njarðvík heimsækir Þórsara í Lengjubikarnum í kvöld

Emil Karel í baráttunni gegn Njarðvík á síðasta tímabili.
Emil sækir að körfu Njarðvíkur á síðasta tímabili.

Þá styttist óðum í að úrvalsdeildin í körfubolta hefjist hjá Þórsurum en áður en deildin hefst verður leikið í Lengjubikarnum.

Í dag, mánudag, mun Njarðvík heimsækja höfnina og spila við heimamenn í Þór. Leikurinn hefst klukkan 19:15 fer hann fram í Icelandic Glacial höllinni.

Lið Þórs er mikið breytt frá síðasta tímabili og hefur meðal aldur liðsins lækkað töluvert. Gaman verður því að fylgjast með liðinu í vetur og ætti Lengjubikarinn að hita Þorlákshafnarbúa vel upp fyrir átök deildarinnar sem er á næsta leiti.

Fjölmennum á völlinn og hvetjum Þórsara til sigurs á heimavelli.