Stórskemmtilegt myndband frá Þorláksvöku árið 1990

Hermann Jónsson skartar hér vígalegri mottu.
Hermann Jónsson skartar hér vígalegri mottu.

Ingibjörg Torfadóttir ljósmyndari úr Þorlákshöfn skellti saman í stórskemmtilegt myndband sem sýnir Lúðrasveit Þorlákshanfnar marsera í stóra hvíta tjaldið á Þorláksvöku árið 1990 og leika þar nokkur vel valin lög.

„Ég er með sirka 2 klukkustundir af efni sem ég er að klippa í smærri myndbönd“, segir Ingibjörg þegar Hafnarfréttir heyrðu í henni. Fleiri myndbönd frá Þorláksvökunni 1990 eru því væntanleg á veraldarvefinn á næstunni frá Ingibjörgu.

Það var faðir hennar, Torfi Áskelsson, sem tók upp myndbandið á sínum tíma. Þarna má sjá mörg kunnuleg andlit og eru margir þarna meðlimir í sveitinni enn þann dag í dag.

Hér má sjá þetta skemmtilega myndband sem vekur upp  góðar minningar frá Þorláksvökunni.