B-lið 3. flokks Ægis komið í undanúrslit á íslandsmótinu

3flokkur_aegis01Strákarnir í B-liði þriðja flokks hafa gert virkilega góða hluti í sumar. Þeir unnu sinn riðil á Íslandsmótinu með miklum yfirburðum og töpuðu ekki leik.

Þeir eru því komnir í undanúrslit og mæta liði Breiðabliks á Versalavelli í Kópavogi, laugardaginn 14.september klukkan 12:oo.

Flott gengi hjá strákunum í sumar og vonandi fara þeir alla leið í úrslitaleikinn.