Íslenska skjalagerðin meðal áhugaverðustu sprotafyrirtækja landsins

Kristrún Elsa eigandi Íslensku skjalagerðarinnar.
Kristrún Elsa eigandi Íslensku skjalagerðarinnar.

Íslenska skjalagerðin hafnaði í 11. sæti af 100 áhugaverðustu sprotafyrirtækjum landsins í nýjasta tölublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í byrjun þessa mánaðar.

Það er Þorlákshafnarmærin og lögfræðingurinn Kristrún Elsa Harðardóttir sem setti á fót Íslensku skjalagerðina fyrir nokkrum mánuðum síðan. Fyrirtækið sérhæfir sig í lögfræðilegri skjalagerð fyrir almenning og fyrirtæki í gegnum netið.

Flott viðurkenning sem Kristrún fær á þessu nýja og sniðuga fyrirtæki.