Þór heimsækir KFÍ – Bein netútsending

thor_stjarnan-14Ísafjarðarbær verður áfangastaður Þórsara í dag. Klukkan 19:15 hefst leikur KFÍ og Þórs en rimman fer fram á Jakanum, heimavelli Ísfirðinga.

Ólíkt Þór þá hefur KFÍ tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni og má því vænta þess að þeir mæti hungraðir til leiks í kvöld á þeirra eigin heimavelli. Í síðustu umferð töpuðu þeir naumlega gegn sterku liði Skallagríms.

Þórsarar hafa farið mjög vel af stað í deildinni og unnið báða sína leiki. Fyrst Snæfell í Stykkishólmi og síðan Stjörnuna örugglega fyrir sléttri viku síðan.

Þorlákshafnarbúar sem ekki ætla sér að leggja land undir fót geta glaðst yfir því að hægt verður að horfa á leikinn í beinni útsendingu á netinu. Það eru öðlingarnir hjá KFItv.is sem munu færa landsmönnum útsendinguna en þeir hafa verið að gera virkilega góða hluti með útsendingum sínum frá Jakanum undanfarin ár.