kfi_thor01
Mynd: Skjáskot úr útsendingu kfitv.is

Þórsarar sigruðu lið KFÍ á Ísafirði í kvöld í hreint út sagt ótrúlegum leik 98-100. Minnstu mátti muna að leikurinn færi í framlengingu en Mike Cook sá til þess á Þór kláraði leikinn eftir venjulegan leiktíma.

Leikurinn var í járnum allan tímann en lið KFÍ náði þó mest 12 stiga forskoti í öðrum leikhluta en Þór kom þá til baka og var 2 stigum yfir í hálfleik 44-46.

Síðari hálfleikur spilaðist þannig að bæði lið skiptust á forustu og voru það útlendingarnir í liði Þórs sem fóru hamförum í leiknum og skoruðu samtals 73 stig af 100 stigum liðsins í kvöld.

Ekki áferða fallegasti leikur tímabilsins en sigur þó og geta Þórsarar verið virkilega sáttir með stigin tvö sem unnust á Ísafirði í kvöld.