Þór mætir Stjörnunni í Garðabæ

Hairston hér í leik með Þór gegn Stjörnunni í febrúar 2012. Mynd: karfan.is / Tomasz Kolodziejski
Hairston hér í leik með Þór gegn Stjörnunni í febrúar 2012. Mynd: karfan.is / Tomasz Kolodziejski

Í kvöld leggja Þórsarar leið sína í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni í Dominos deildinni. Leikurinn hefst klukkan 19:15 í Ásgarði.

Þórs liðið er á góðu róli þessa dagana og hefur unnið fjóra leiki í röð og sitja nú í þriðja til fimmta sæti deildarinnar. Stjarnan, sem á leik til góða á Þórsara, er ekki langt undan en liðið situr í sjöunda sæti, einungis fjórum stigum á eftir Þór.

raggi_nat-1
Ragnar fær líklega það hlutverk að stoppa Hairston.

Það verður því án efa mikil barátta í Garðabænum í kvöld þar sem gestgjafarnir eru feiknar sterkir.

Þórsarar mæta sínum fyrrum liðsfélaga í leiknum í leiknum en Junior Hairston er í liði Stjörnunnar. Hairston lék með Þór tímabilið 2011-2012 þegar liðið lenti í öðru sæti eftir mikla úrslitarimmu við Grindavík. Allir vita að sá kappi kann að leika körfubolta.