Tímabundið starf við frístundaheimilið

grunnskólinn2Sveitarfélagið Ölfus óskar eftir starfsmanni til tímabundins starfa við frístundaheimilið frá 1. mars – 31. mars 2014. Um er að ræða 50% stöðu og er vinnutími frá kl. 12:00 – 15:40.

Starfið felst m.a. í umsjón með börnum í 1.-3. bekk eftir skóla. Stuðningur við nemendur og miklu samstarfi við starfsmenn grunnskóla, leikskóla og nemendur. Einngi aðstoð í mötuneyti skólans

Æskilegt er að umsækjendur hafi uppeldismenntun og/eða reynslu af uppeldisstörfum. Góða færni í mannlegum samskiptum. Frumkvæði, jákvæðni og áhugasemi í starfi. Einnig er æskilegt að umsækandi hafi tekið skyndihjálparnámskeið. Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð eru einnig skilyrði.

Laun eru samkvæmt kjarasamningi FOSS og eru bæði kynin hvött til að sækja um. Umsækjandi þarf að geta hafið störf þann 1. mars 2014. Allar frekari upplýsingar veitir Halldór Sigurðsson skólastjóri í síma 480-3850 eða á halldor@olfus.is

Umsóknareyðublöð fást á www.olfus.is eða á skrifstofu sveitarfélagsins í Ráðhúsinu Hafnarbergi 1 og skal skilað þangað eigi síðar en 14. febrúar 2014.