Flottur sigur Þórs á Skallagrím

Tómas átti góðan leik í kvöld.
Tómas átti góðan leik í kvöld.

Þórsarar gerðu góða ferð í Borgarnes í kvöld þegar liðið vann öruggan 83-101 sigur á heimamönnum í Skallagrím.

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og náðu liðin aldrei að slíta sér frá hvort öðru þar sem murinn á liðunum varð mestur  sjö stig í öðrum leikhluta. Staðan í hálfleik var 41:43 Þór í vil þar sem Ragnar var stigahæstur Þórsara með 12 stig.

Allt annað var að sjá til Þórs liðsins í þriðja leikhluta og lék liðið við hvern sinn fingur. Tómas og Ragnar fóru á kostum í liði Þórs og settu upp sýningu. Tómas skoraði 16 stig í leikhlutanum en var einungis með 2 stig í fyrri hálfleik. Ragnar bætti síðan við 11 stigum og því samanlagt kominn með 23 stig. Að loknum þriðja leikhluta var staðan 56:77.

Skallagrímsmenn komu grimmir til leiks í fjórða leikhluta og söxuðu hratt á forskot Þórs, mest niður í 10 stig í stöðunni 76-86. En þá skelltu Þórsarar í lás og bættu aftur í forskotið þar sem Mike Cook átti góða spretti. Það voru síðan ungu drengirnir í liði Þórs sem spiluðu síðustu 2 mínútur leiksins og setti Jón Jökull niður stökkskot. Niðurstaðan var því sigur Þórs 83:101 þar sem segja má að sigurinn hafi unnist í þriðja leikhluta.

Ragnar átti virkilega góðan leik og skoraði 25 stig auk þess sem hann tók 13 fráköst. Sovic var flottur með 23 stig, Tómas var frábær, sérstaklega í seinni hálfleik, og skoraði 20 stig og tók 11 fráköst. Mike Cook setti 19 stig, Baldur Þór með 6 stig og 5 stoðsendingar, Emil 6 stig og Jón Jökull 2 stig.

Næsti leikur Þórs er heimaleikur gegn toppliði KR eftir rúma viku, föstudaginn 28. febrúar.