Þórsarar heimsækja Skallagrímsmenn

thor_skallagrimur-15Í kvöld leggja Þórsarar í ferðalag upp í Borgarnes þar sem þeir munu mæta heimamönnum í Skallagrím í Dominos deildinni í körfubolta. Leikurinn hefst klukkan 19:15.

Þessi leikur er mikilvægur fyrir bæði lið þar sem Þórsarar berjast um sæti í úrslitakeppninni. Skallagrímur eru síðan í baráttu um að halda sæti sínu í deildinni.

Borgnesingar fengu góðan liðstyrk um áramótin þegar fyrrum Þórsarinn Ben Smith gekk í þeirra raðir en hann lék með Þór á síðasta tímabili. Ben hefur farið á kostum það sem af er og skorað að meðaltali 30 stig fyrir liðið. Okkar maður í liði Skallagríms, Grétar Ingi, er einnig kominn til baka eftir meiðsli og þarf lið Þórs að eiga góðan leik í kvöld gegn sterku liði Skallagríms