Ægir komið í toppbaráttu

Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis
Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis

Ægir sigraði þriðja leik sinn í röð með góðum 1-0 sigri á Reyni Sandgerði í Þorlákshöfn í gærkvöldi.

Staðan var markalaus í hálfleik, en það var svo í upphafi síðari hálfleiks sem að Ágúst Freyr Hallsson skoraði og þar við sat.

Með þessum glæsta sigri, skjótast Ægismenn upp í 4.sæti 2.deildar, með 16 stig, aðeins fjórum stigum frá toppsætinu sem er í höndum nýliða Fjarðabyggðar.

Næsti leikur Ægis er þriðjudaginn 8.júlí á Hertz vellinum í Breiðholti kl 20, er okkar menn etja kappi við ÍR, sem eru stigi á undan Ægi í 2.sæti deildarinnar.

Það er því um að gera að kíkja í höfuðborgina á þriðjudaginn og styðja okkar menn til sigurs.

Áfram Ægir!