Ægir gæti skotist í 4. sætið með sigri

stukan-29Ægismenn taka á móti Reyni Sandgerði á Þorlákshafnarvelli í 2. deildinni í fótbolta í kvöld, fimmtudag. Leikurinn hefst klukkan 20:00.

Ægir er á góðu róli þessa dagana en liðið hefur unnið tvo síðustu leiki sína í deildinni og situr í 7. sæti sem stendur. Með sigri í kvöld getur liðið farið upp í 4. sætið að því gefnu að Huginn tapi fyrir toppliði Fjarðabyggðar á sama tíma.

Kærkomið að drífa sig á völlin og hvetja strákana til sigurs á heimavelli.