Fjölmargir skemmtu sér í bubblebolta – myndir

2014-07-01 21.01.00_02Ungmennaráð Ölfus hélt svokallað bubbleboltamót í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn í gær. Frábær mæting var á mótið en 75 manns í 15 liðum tóku þátt.

Bubbleboltinn virkar þannig að hver leikmaður klæðist uppblásinni kúlu, eins og sést á meðfylgjandi myndum, og hvert lið reynir að skora í mark andstæðingsins. Í bubblebolta vill þó boltinn oft gleymast og leikmenn verða meira uppteknir af því að hlaupa á andstæðingin svo hann detti eða rúlli mis klaufalega eftir gólfinu.

Stemningin var virkilega góð og virtust allir skemmta sér konunglega. Ungmennaráð Ölfus hrós skilið fyrir stórgott þriðjudagskvöld í höfninni.