Vilja stækka höfnina sem allra fyrst

höfninEins og víða hefur komið fram vill bæjarstjórn Ölfus stækka höfnina í Þorlákshöfn til að gera hana í stakk búna til að taka á móti skemmtiferðaskipum sem og stórum fragtskipum.

Hafnarstjórn Ölfus vill að ný hafnarlög verði samþykkt strax og Alþingi kemur saman í haust og að fjármagn fáist frá ríkinu til að hefja framkvæmdir á stækkun hafnarinnar sem allra fyrst.

Kostnaðurinn við framkvæmdina er áætlaður tæpir tveir milljarðar króna.