42 prósent tekjuaukning hafnarsjóðs milli ára

höfninÁ fundi hafnarstjórnar Ölfus í síðustu viku kom fram að tekjur hafnarsjóðs hafa aukist verulega á þessu ári miðað við sama tímabil 2013.

Fyrstu 6 mánuði þessa árs eru tekjur hafnarsjóðs 57.905.724 kr. Á sama tímabili í fyrra voru tekjurnar 40.767.661 kr. sem gerir tekjuaukningu uppá 42% á milli ára.

Á fundinum kom einnig fram að rekstur hafnarinnar væri í góðu samræmi við fjárhagsáætlun.