Tveir fóru holu í höggi í sömu vikunni

Hér sést Árni Sigurðsson sem fór holu í höggi á miðvikudaginn.
Hér sést Árni Sigurðsson sem fór holu í höggi á miðvikudaginn.

Í golf íþróttinni getur það gerst, þó örsjaldan, að menn fari holu í höggi. Sem þýðir að boltinn endar í holunni eftir upphafshöggið.

Það gerðist þó á golfvellinum í Þorlákshöfn í liðinni viku en ekki bara einu sinni heldur tvisvar!

Sunnudaginn 13. júlí fór Garðar Jónsson holu í höggi á 2. braut og þremur dögum seinna, eða á miðvikudaginn, fór Árni Sigurðsson holu í höggi á 10. braut.

Glæsilegt afrek hjá þessum mönnum en ólíklegt þykir að hola í höggi muni sjást tvisvar sinnum í sömu vikunni í bráð en það er þó aldrei að segja aldrei.