Pálmi skaut í slána og vann utanlandsferð

hausar_meistarafl-14Þorlákshafnarbúinn Pálmi Þór Ásbergsson gerði sérstaklega góða ferð á landsleikinn í gærkvöldi þar sem Ísland gjörsigraði Tyrki á Laugardalsvelli 3-0.

Í hálfleik var svokallað sláarskot þar sem áhorfandi úr stúku er dreginn út og fær að spreyta sig á skoti þar sem markmiðið er að hitta í mark slána.

„Þetta var mjög vandræðalegt en við vorum þrjú sem fengum að skjóta, ég, 7 ára strákur og 6 ára gömul stúlka,“ segir Pálmi Þór léttur í bragði í samtali við Hafnarfréttir.

Pálmi skaut síðastur og gerði sér lítið fyrir og smell hitti í slána. Verðlaunin voru ekki af verri endanum, ferð erlendis fyrir tvo.

Aðspurður út í það hvert skal haldið og hver fái að fara með út í heim er Pálmi fljótur að svara. „Það er auðvitað konan sem fær að koma með og henni langar að fara til Bandaríkjanna.“

Myndband af glæsilegu skoti Pálma má sjá hér að neðan.