Karlleikarar óskast

leikfelag_olfus01Leikfélag Ölfuss leitar að karlleikurum til að taka þátt í uppfærslu á glænýju íslensku leikriti eftir Aðalstein Jóhannsson.

„Um er að ræða stórskemmtilegt verk sem mun kitla hláturtaugarnar,“ segir Magnþóra Kristjánsdóttir formaður Leikfélags Ölfuss.

Æfingar fara fram í ráðhúsinu í Þorlákshöfn og geta áhugasamir haft samband í síma 661-0501 og fengið upplýsingar um æfingatíma.