Þórsarar undirbúa átök vetrarins

magnus_breki01
Magnús Breki lék sinn fyrsta meistaraflokks leik í gær gegn FSu.

Meistaraflokkur Þórs í körfubolta er þessa dagana á fullu í undirbúningi fyrir komandi átök í Dominos deildinni sem hefst eftir sléttan mánuð.

Liðið spilaði æfingaleik í gær gegn nágrönnum sínum í FSu á Selfossi og fóru með góðan sigur 92-77. Nemanja Sovic var stigahæstur Þórsara í leiknum með 22 stig. Hinn 16 ára gamli Magnús Breki Þórðarson lék sinn fyrsta leik fyrir meistaraflokk Þórs og skoraði 5 stig í leiknum en þar er ungur og efnilegur piltur á ferð.

Á morgun heimsækja strákarnir Stjörnuna í Garðabæ og á sá leikur að hefjast klukkan 19:15.