Frá Hollvinafélaginu Höfn í Ölfusi

tonarogtrix-22Kæru Hollvinafélagar
Nú er að hausta og hittist stjórn Hafnar hollvinafélags miðvikudaginn 3. september. Þar var farið yfir stöðuna eins og hún er í dag og aðalfundur félagsins ákeðinn.

Undanfarna mánuði hefur verið töluverður gangur í málum og hér má sjá það í grófum dráttum:

  • 11. febrúar 2014 var haldinn fundur með fulltrúa sveitarfélagsins og Gísla Páli framkvæmdarstjóra á hjúkrunarheimilinu Mörk, en hann hefur verið hollvinafélaginu innan handar með það að leita mögulegra lausna og þökkum við honum fyrir það.
  • 27. mars 2014 var fundur með hollvinafélaginu og bæjarstjórn en Gísli Páll mætti einnig á þann fund. Þá var ákveðið að senda heilbrigðisráðuneytinu beiðni um fjárstuðning við hugmyndir okkar að aukinni þjónustu við eldri borgara í Ölfusi.
  • 14. maí s.l. var haldinn fundur með heilbrigðisráðherra þar sem lagðar voru fram hugmyndir bæjarstjórnar og hollvinafélagsins, en fulltrúar beggja hópa sátu fundinn.
    Í ágúst fór fulltrúi bæjarstjórnar á fund með félagsmálaráðherra.

Aðalfundur Höfn hollvinafélags verður haldinn þann 29. október n.k. kl. 17.00 í Ráðhúsinu. Þar verða málin kynnt betur ásamt hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Á næstunni verður gefið úr fréttabréf þar sem aðalfundurinn verður auglýstur betur.

Baráttukveðjur!