Róbert Rúnar Jack bestur hjá Ægi

Lokahóf-mfl-bestirLokahóf meistaraflokks Ægis í knattspyrnu var haldið síðastliðinn laugardag í Ráðhúsi Ölfuss. Liðið náði að halda sæti sínu í 2. deildinni fyrr um daginn eftir að hafa gert jafntefli við Aftureldingu í síðasta leik tímabilsins.

Á lokahófinu komu saman leikmenn meistaraflokks, Oldboys, starfsmenn félagsins og starfsmenn íþróttamiðstöðvarinnar.

Róbert Rúnar Jack var valinn besti leikmaður tímabilsins. Ágúst Freyr Hallsson var markahæsti leikmaður tímabilsins og Halldór Kristján Baldursson sá efnilegasti.

Lokahóf-mfl-gullVeitt voru gullmerki Ægis til einstaklinga fyrir vel unnin störf í þágu félagsins. Gullmerki hlutu Matthías Björnsson, Júlíus Steinn Kristjánsson, Eyþór Smári Þórbjörnsson, Alfreð Elías Jóhannsson þjálfari Ægis og Milos Glogovac aðstoðarþjálfari.