Breytt fyrirkomulag á Hafnardögum

hafnardagar01Ákveðið hefur verið að breyta fyrirkomulagi varðandi undirbúning fyrir Hafnardaga.

Seinustu ár hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri hátíðarinnar en til stendur að fara frá því fyrirkomulagi og láta starfsmenn sveitarfélagsins halda utan um undirbúninginn og framkvæmdina.

Myndað verður framkvæmdateymi þar sem sæti eiga formaður menningarnefndar, menningarfulltrúi, íþrótta- og æskulýðsfulltrúi, verkstjóri þjónustumiðstöðvar og hafnarstjóri.

Menningarfulltrúi sveitarfélagsins fer fyrir teyminu en allir í framkvæmdateyminu vinna bæði að undirbúningi hátíðarinnar og verði starfandi um helgina sem hátíðin á sér stað. Menningarnefnd verði sem fyrr fagnefnd yfir hátíðinni.