Undirbúningur öldungaráðs hafinn

tonarogtrix-4Hafinn er undirbúning við að koma á formlegu öldungaráði í sveitarfélaginu að þeirri fyrirmynd sem Landssamtök eldriborgara hafa talað fyrir.

Bæjarstjórn samþykkti á seinasta fundi sínum að fela bæjarstjóra og forstöðumanni skóla- og velferðarþjónustu Árnesþings að afla upplýsinga um umgjörð og starfsemi öldungaráða og leggja fram tillögu fyrir bæjarstjórn að útfærslu á öldungaráði í Sveitarfélaginu Ölfusi.