Frábær seinni hálfleikur skóp sigur Þórs

govens01Þór vann flottan heimasigur á Grindavík í Dominos deild karla í körfubolta í gærkvöldi, 97-88.

Jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik en góður kafli gestanna um miðbik 2. leikhluta gerði það að verkum að Grindavík leiddi í hálfleik 38-45.

Hálfleiksræða Benna hefur skilað sínu þar sem Þórsarar mættu tvíefldir til leiks í þriðja leikhluta. Leikmenn Þórs áttu auðvelt með að skora og settu niður 28 stig í leikhlutanum gegn aðeins 12 stigum Grindvíkinga en staðan fyrir loka fjórðunginn var 66-57.

Mikil spenna einkenndi fjórða leikhlutann þar sem bæði lið skiptust á að skora. Það fór reglulega um áhorfendur Þórs þegar gestirnir komust á skrið en ávallt komu Þórsarar til baka og svöruðu fyrir sig.

Leikar enduðu með flottum heimasigri Þórs gegn sterku liði Grindavíkur sem hafði fyrir þennan leik ekki tapað leik á þessu ári. Eftir sigurinn sitja Þórsarar í 5.-7. sæti deildarinnar.

Stigaskor Þórs: Darrin Govens var stigahæstur með 24 stig, Tómas skoraði 21, Emil Karel 17, Nemanja Sovic 16, Grétar Ingi 10 stig og 10 fráköst, Oddur 7 og Baldur Þór 2.