Niðurstöður kosninga

ráðhúsiðÍ gær lauk rafrænum kosningum í sveitarfélaginu. Í kosningunum var spurt út í viðhorf til sameiningar og tímasetningu Hafnardaga. Alls kusu 617 einstaklingar eða um 43% kosningabærra einstaklinga. Á kjörskrá voru 1.432 einstaklingar.

Niðurstöður voru eftirfarandi.

Spurning 1
Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur) því að bæjarstjórn Sveitarfélagsins Ölfuss ræði við annað sveitarfélag eða sveitarfélög um sameiningu?

  • Hlynnt(ur) viðræðum
  • Andvíg(ur) viðræðum

Til að sjá niðurstöður við þessari spurningu þarf að skoða aukastafi því 50,3% voru andvígir því að bæjarstjórn ræði við önnur sveitarfélög um sameiningu. Því má segja að þetta hafi farið 50/50.

Spurning 2
Ef meirihluti íbúa er hlynntur viðræðum, við hvaða sveitarfélag ætti Ölfus helst að ræða? (Sé fyllt í valkosti má velja eitt eða fleiri sveitarfélög)

  • Árborg
  • Hveragerði
  • Grindavík
  • Annað sveitarfélag

Um 10% vildu skoða sameiningu við Árborg, 36% vildu skoða sameiningu við Hveragerði, 27% við Grindavík og 14% við einhver önnur sveitarfélög.

Spurning 3
Hvaða tímasetningu telur þú heppilegasta/besta fyrir Hafnardaga?

  • Sjómannadagshelgi
  • Júní eftir sjómannadag
  • Júlí
  • Verslunarmannahelgi
  • Ágúst eftir verslunarmannahelgi
  • September til maí

Þessi spurning var sú eina þar sem niðurstaðan var alveg skýr um 54% telja að ágúst eftir verslunarmannahelgi sé heppilegasta tímasetningin fyrir Hafnardaga. Um 24% vilja hafa tímasetninguna óbreytta eða um sjómannadaginn, 8% telja að júní eftir sjómannadag sé heppilegasta tímasetningin og 11% svöruðu júlí. Einungis 1% svaraði um Verslunarmannahelgina og 2% á tímabilinu september til maí.

Þessar kosningar voru einungis ráðgefandi fyrir bæjarstjórn.