Guðrún Jóhannsdóttir nýr skólastjóri grunnskólans

gudrun_skolastjoriGuðrún Jóhannsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri við Grunnskólann í Þorlákshöfn. Ráðningin var samþykkt á fundi bæjarstjórnar í gær en sjö einstaklingar sóttu um stöðuna.

Guðrún kemur frá Eyrarbakka og starfar í dag sem deildarstjóri yngri deildar og forstöðumaður skólavistunar í Vallaskóla á Selfossi.

Hún tekur til starfa 1. ágúst en þá lætur Halldór Sigurðsson af störfum eftir 27 ára starf sem skólastjóri Grunnskólans í Þorlákshöfn.