Þórsarar geta minnkað muninn eða farið í sumarfrí

gretar2015Nú er að duga eða drepast hjá Þórsurum þar sem þriðji leikur Þórs og Tindastóls í 8 liða úrslitum Domino’s deildarinnar fer fram á Sauðárkróki í kvöld.

Tindastóll leiðir einvígið 2-0 og með sigri í kvöld geta þeir tryggt sér sæti í undanúrslitum. Þórsarar ætla sér væntanlega ekki að láta það gerast og mæta án efa tilbúnir til leiks í kvöld.

Leikurinn hefst klukkan 19:15 og verður í beinni netútsendingu á Tindastóll TV fyrir þá sem ekki komast norður.