Þórsarar úr leik

govens01Lið Þórs tapaði þriðja leiknum í röð gegn Tindastól í 8 liða úrslitum Domino’s deildarinnar á föstudaginn.

Leikar fóru 88-76. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik en heimamenn í Tindastól tóku leikinn í sínar hendur í síðari hálfleik og kláru hann nokkuð örugglega.

Þar með eru Þórsarar úr leik og komnir í sumarfrí og Tindastóll fer í undanúrslitin eftir að hafa klárað einvígið 3-0.