Nýir eigendur í bakaríinu

meitillinn01Nýir eigendur munu taka við rekstri á bakaríinu frá og með 1. apríl nk. Nýju eigendurnir eru vel þekktir í veitingarekstri í Þorlákshöfn en fyrirtækið Bakkelsi hf. sem rekur Meitilinn veitingahús mun taka við rekstri bakarísins og mun það bera nafnið Bakaríið.

Vegna smávegis breytinga verður Bakaríið lokað miðvikudaginn 1. apríl og ekki opnað fyrr en eftir páska þ.e. þriðjudaginn 7. apríl. Allt bakkelsi verður keypt frosið af Ölgerðinni og bakað á staðnum en Bakaríið verður opið frá klukkan 7:00-17:00 virka daga fyrst um sinn.

Hafnarfréttir óska nýjum eigendum innilega til hamingju.