Davíð ráðinn garðyrkjustjóri

david_halldors01Davíð Halldórsson hefur verið ráðinn garðyrkjustjóri í sveitarfélaginu Ölfusi.

Davíð, sem er skrúðgarðyrkjumeistari að mennt, er enginn nýgræðingur þar sem hann hefur áður verið garðyrkjustjóri í Ölfusi.

Fjórir sóttu um starfið en Davíð þótti hæfastur og uppfyllti það sem óskað var eftir um hæfni og færni fyrir starfið.