Íbúum fjölgar í Ölfusi

thorlakshofn01Um miðjan mars birtist frétt á vef Hafnarfrétta um að íbúum í sveitarfélaginu hefði fækkað á milli ára og skapaðist töluverð umræða um þá neikvæðu þróun. Þær tölur byggður á opinberum tölum frá Hagstofu Íslands og miðuðust við áramótin 2014/2015. Frá þeim tíma hefur þróunin hins vegar snúist við.

Þegar skoðaðar eru tölur úr Granna, sem er gagnagrunnur sem heldur utan um fjölda íbúa, má sjá að í febrúar 2015 voru 1.882 skráðir íbúar í sveitarfélaginu. Frá þeim tíma hefur íbúum fjölgað ört og er nú svo komið að íbúar eru orðnir jafnmargir og þeir voru í júlí á síðasta ári eða 1.903.

Hafnarfréttir hvetja íbúa til að láta aðra vita af þeim miklu kostum sem sveitarfélagið býr yfir svo þessi jákvæða íbúaþróun haldi áfram.